Næði ehf – Nest Apartments
Til sölu er fyrirtækið Næði ehf, 580997-2609. Fyrirtækið er eigandi vörumerkisins Nest Apartments og er eigandi fasteignarinnar Bergþórugata 15, 101 Reykjavík að hluta.
Aðrir hlutar eru í eigu eigenda fyrirtækisins og leigir fyrirtækið þann hluta af eigenda.
Allir hlutarnir eru til sölu.
Um er að ræða fjórar íbúðir sem leigðar eru til ferðamanna. Fullt leyfi fyrir gistingu í flokki 2 er í gildi fyrir eignina útgefið á fyrirtækið. Eignin selst fullbúin húsgögnum og öllum áhöldum.
Fyrirtækið hefur einnig leyfi til reksturs bílaleigu.
Heimasíða og lénið nestapartments.is fylgir.
Bergþórugata 15 er 245 fm. 4 íbúðir á 3 fastanúmerum. Árin 2012-13 var húsið gert upp. Sett nýtt þak og gerð risíbúð. Allar lagnir eru nýjar í risi. Skipt var um allt gler, innréttingar og tæki. Lagnir fyrir böð voru lagðar nýjar og rafmagn hefur allt verið yfirfarið.
Bætt hefur verið við svölum á 1. og 2. hæð.
Íbúðagisting hefur verið rekin í húsnæðinu frá árinu 2013.
Mjög góðar einkunnir eru á Booking.com, HomeAway.com og Airbnb.com
Booking.com
Airbnb.com
HomeAway.com
Rekstarleyfi til ótakmarkaðs tíma.


